Leikmenn knattspyrnuliðs Víkings frá Ólafsvík urðu fyrir kynþáttafordómum í leik gegn Fram fyrr í vikunni. Nú hefur maður að nafni Kristleifur Kolbeinsson stigið fram og viðurkennt að hafa verið með kynþáttafordóma í garð leikmanns Víkings. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Fótbolta.net.
Sjá einnig: Stuðningsmenn Fram hrópuðu „negri” og „surtur” að leikmönnum Víkings frá Ólafsvík
Knattspyrnudeild Fram leit málið alvarlegum augum og á heimasíðu þeirra kemur fram að búið sé að ræða við Kristleif til þess að koma í veg fyrir að svona uppákoma gerist aftur. Kristleifur sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist harma ummæli sín.
„ Þau eru óafsakanleg, eiga ekki að heyrast og erfitt að horfast í augu við það að þau hafi verið látin falla. Ég bið alla leikmenn Víkings Ó, þjálfara, aðstandendur liðsins svo og stuðningsmenn beggja liða innilega afsökunar. Ég vona að þessi orð hafi ekki valdið viðkomandi leikmanni skaða þó ég átti mig á alvarleika málsins,“ segir í yfirlýsingu Kristleifs.