Blaðamaðurinn Eiríkur Jónsson hefur verið settur í sólarhrings bann á Facebook eftir að hann deildi frétt sem hann skrifaði um bættan blóðþrýsting þeirra sem stunda saunaböð
Með fréttinni fylgdi mynd sem tekin var í áttræðisafmæli Júlíusar Sólnes prófessors í íþróttahúsi Háskóla Íslands. Myndin virðist hafa farið fyrir brjóstið á stjórnendum Facebook en á henni má sjá Júlíus og vini hans nakta.
Eiríkur greindi sjálfur frá þessu á vef sínum og Dv.is fjallaði fyrst um málið. Þar segir Eiríkur sjálfur: „Myndin sem birtist var tekin í áttræðisafmæli Júlíusar Sólnes prófessors í íþróttahúsi Háskóla Íslands í mars síðastliðnum og hafði birst hér áður. Facebook telur hana brjóta í bága við reglur um birtingu nektarmynda.“