Auglýsing

Eitthvað bogið við ökuskírteini þess sem lögreglan í Reykjavík stöðvaði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi bifreið en samkvæmt dagbók lögreglunnar er ökumaður hennar grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

„Sá framvísaði ökuskírteini sem virtist ekki uppfylla öryggisþætti. Í viðræðum við ökumann kom í ljós að hann hafði útbúið það sjálfur þar sem hann kvaðst hafa týnt ökuskírteininu sínu,“ segir í dagbókinni en ekki fylgir hvernig ökumaðurinn hafði útbúið það. Var hann laus að lokinni blóðsýnatöku.

Þá var önnur bifreið stöðvuð í akstri og ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Sá ökumaður var einnig laus að lokinni blóðsýnatöku. Skráningarmerki voru fjarlægð af bifreið vegna vanrækslu á aðalskoðun.

Partí og ökuníðingar

Tvær tilkynningar bárust lögreglu vegna samkvæmishávaða.

Þá var þriðja bifreiðin Bstöðvuð í akstri og ökumaður er grunaður um að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna, akstur bifreiðar án réttinda sem og vörslu fíkniefna. Laus að lokinni blóðsýnatöku og framburðarskýrslu.

Tilkynnt um rásandi aksturslag bifreiðar. Þar var fjórði ökumaðurinn á ferðinni sem m.a. er grunaður um að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna, að aka sviptur ökuréttindum sem og vörslu fíkniefna. Þá gerði lögregla bifreiðina upptæka vegna ítrekaðs aksturs ökumannsins undir áhrifum ávana- og/eða fíkniefna.

Óskað eftir lögreglu vegna umferðarslys þar sem bifreið var ekið á vegrið. Einn fluttur með sjúkrabifreið til skoðunar á sjúkrahús.

„Ekki vitað um líðan er þetta er ritað,“ segir að lokum í dagbókinni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing