Eldfjallið Tavurvur í Papúa nýju Gíneu er byrjað að gjósa. Svæði voru rýmd í morgun og flugsamgöngum hefur verið beint frá svæðinu þar sem reykur og aska dreifast til himins og yfir stór svæði.
Gosið í Tavurvur er talsvert öflugra en það sem hófst í Holuhrauni en jarðvísindamenn hafa kallað það rólegt gos. Tavurvur gaus síðast árið 2006 en gosinu í Holuhrauni er lokið. Það stóð aðeins í þrjá til fjóra tíma.
Smelltu hér til að lesa umfjöllun breska blaðsins The Independent um gosið í Tavurvur.