Auglýsing

Eldfjallasérfræðingur segir að erfitt muni reynast að vernda Bláa lónið í nýju gosi á sama tíma og lífeyrissjóðirnir segja hlutabréfin verðmætari nú en áður

Erfitt gæti reynst að vernda Bláa lónið ef til nýs goss kæmi á svæðinu við Svartsengi. Þetta segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali við Morgunblaðið sem birt var á vef miðilsins í gærkvöldi.

Nútíminn hefur árangurslaust reynt að fá svör við nokkrum lykilspurningum sem snúa að umræddum hlutabréfakaupum lífeyrissjóðanna

Þau ummæli vísindamannsins um stöðuna í Svartsengi er í hrópandi ósamræmi við yfirlýsingar Soffíu Gunnarsdóttur, stjórnarformanns Blávarma sem er í eigu fjórtán af stærstu lífeyrissjóðum landsins, en hún sagði fyrir nokkrum dögum að hlutabréfin sem félagið keypti væru verðmætari nú en við kaupin.

Segir nýtt verðmat taka tillit til eldsumbrota

„Nýtt verðmat (2023), sem Arctica Finance vann venju samkvæmt fyrir Blávarma, tekur tillit til áhrifa af eldsumbrotum og reynslu Bláa lónsins af ástandinu undanfarin misseri. Verðmatið er hærra en verðmatið sem gert var 2021 og koma þar m.a. til auknar tekjur af gestum og væntingar um lægra vaxtastig framundan,“ skrifar Soffía til sjóðfélaga sem kom svörunum áfram til Nútímans.

En hvernig er hægt að fá það út að væntingar um auknar tekjur af gestum auki verðmatið þegar ekki einu sinni er víst að Bláa lónið geti selt aðgöngumiða í náinni framtíð eða hvort það verður yfirhöfuð hægt að starfrækja það á svæðinu eftir næsta gos? Þeirri spurningu, líkt og fjölda annarra er ósvarað.

Stjórnarformaður Blávarma kýs að svara ekki lykilspurningum: „Þeim var fyllilega ljós áhætta fjárfestingarinnar“

Nútíminn hefur árangurslaust reynt að fá svör við nokkrum lykilspurningum sem snúa að umræddum hlutabréfakaupum lífeyrissjóðanna fyrir tæpar fjögur þúsund milljónir árið 2021 en þau voru gerð í miðju eldgosi í Fagradalsfjalli. Þá ríkti gríðarleg óvissa, líkt og gerir enn í dag, með framtíð Svartsengis. Soffía hefur ekki talið sig knúna til að svara spurningum Nútímans þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir.

„En það er verið að vinna mikið í þessum varnargörðum. Ef það [eld­gosið] fylgir sömu stefnu með sprunguna þá ætti það að vera í lagi en mér finnst að það sé bara ágætt að halda áfram að vinna í varnargörðum og vera við öllu búinn, sérstaklega við Bláa lónið,“ segir Haraldur í viðtali við mbl.is.

Stærstu lífeyrissjóðir landsins keyptu í Bláa lóninu eftir að jarðhræringar hófust: „Þeir eyddu fjögur þúsund milljónum í miðju eldgosi“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing