Eldgosið á Reykjanesskaganum hefur vakið athygli út fyrir landsteinanna og rúmlega það. Við fljóta yfirferð á myndskeiðavefnum YouTube má sjá að fréttastofur á borð við CNN og Fox News hafa fjallað um eldsumbrotin frá því í gærkvöldi.
Eldgosið er eflaust ein stærsta auglýsing sem landið hefur fengið í mörg ár en deila má um hvort hún sé til góðs eður ei. En það er ekki bara eldgosið sem fær sínar fimmtán mínútur af frægð því Bláa Lónið er dregið inn í nánast allar umfjallanir þessara stóru miðla enda einn þekktasti ferðamannastaður landsins fyrr og síðar.
Nútíminn tók saman helstu fréttamyndskeið erlendra sjónvarpsstöðva og birtir hér að neðan.
FOX NEWS
NBC NEWS
The Telegraph
SKY NEWS
The Wall Street Journal
Reuters
CBS News
BBC News
The Guardian
Associated Press