Auglýsing

Eldri hjón fundust látin á Neskaupstað: Mikill viðbúnaður í bæjarfélaginu

Eldri hjón fundust látin í heimahúsi í Neskaupstað í nótt og var einn maður handtekinn grunaður um að tengjast andláti þeirra á einhvern hátt. Sá var handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík í dag.

Austurfréttir greina frá því að hluta Strandgötu, sem liggur í gegnum Neskaupstað meðfram sjónum, hafi verið lokað um eitt í dag: „Þar hefur verið mikil aðgerð í gangi með fimm lögreglubílum og sjúkrabíl. Tæknideild kom austur upp úr klukkan þrjú og var ekið í forgangsakstri frá Egilsstöðum, eftir því sem Austurfrétt kemst næst.“

Lögreglan á Austurlandi sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu um málið í dag:

Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi á Norðfirði. Tveir hafa verið úrskurðaðir látnir. Einn verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Ekki er grunur um að fleiri tengist málinu.

Ekki er hægt að gefa frekari upplýsingar að svo stöddu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing