Auglýsing

Elísabet komin í mark á ótrúlegum tíma – 409 kílómetrar á tæpum 97 klukkustundum

Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og langhlaupari lauk nú rétt í þessu 409 km hlaupi í Góbíeyðimörkinni í Kína. Hún lauk hlaupinu á 96 klukkustundum og 54 mínútum. Sá tími skilaði henni fyrsta sæti í kvennaflokki og 9. sæti í heild. Elísabet er mjög reyndur hlaupari og hefur tekið þátt í öllum helstu ofurhlaupum heims á undanförnum árum.   

Elísabet setti sér það markmið að klára hlaupið á innan við fjórum dögum en hún er fyrsta konan í heiminum til að klára hlaupið undir 100 klukkustundum. Hreint magnaður árangur.

Elísabet birti þessa færslu á Facebook

Elísabet Margeirsdóttir er komin í mark á tímanum 97 tímum og 11 mínútum!!!. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með…

Posted by Elísabet Margeirsdóttir on Mánudagur, 1. október 2018

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing