Listamaðurinn Tolli lagði til á dögunum að Þjóðhátíð í Eyjum yrði lögð niður. Hann lagði það til vegna kynferðisbrota sem eiga sér stað þar árlega.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, ræddi tillögu Tolla í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun og sagði enga alvöru að baki orða Tolla. Viðtalið við Elliða má heyra hér fyrir neðan.
„Ótrúlegt að nokkur skuli detta til hugar að láta slíkt út úr sér,“ sagði Elliði.
Það er engin alvara á bakvið orð Tolla. Tolla gengur gott eitt til . Tolli er að benda á að í samfélaginu í dag viðgengst alvarlegt ofbeldi.
Elliði sagði að svo virðist sem eitthvað sé í menningu Íslendinga sem gerir það að verkum að tíðni þessa kynferðisofbeldis er langt umfram það sem eðlilegt er.
„Ég ætla að taka undir áhyggjur Tolla af stöðunni,“ sagði hann og nefndi til dæmis mikinn mun á tíðni nauðgana í Danmörku og á Íslandi árið 2009.
„Við hljótum að vera sammála um að það sé eitthvað að hjá okkur,“ sagði hann.
„Það er eitthvað að í menningu okkar Íslendinga sem gerir það að verkum að tíðni kynferðisafbrota er langt umfram það sem við getum verið sátt við sem þjóð.“
Hann sagði 75% nauðgana eiga sér stað á heimilum og að útihátíðir væru í fimmta sæti á listanum yfir hvar brotin eiga sér stað.
„Fyrir brotaþola skiptir þetta engu, þetta er jafn hroðalegt fyrir þau. Með því að takast á við þetta samfélagslega mein þá fækkar brotunum almennt. Við setjum ekki gæslumenn inn á öll heimili því 75% gerast inn á heimilum.“
Hann sakaði svo Sigurjón M. Egilsson, einn af stjórnendum þáttarins, um að beina skömminni frá þeim sem á að bera skömmina. „Sá sem ber skömmina er nauðgarinn og enginn annar,“ sagði hann.
„Ef okkur tekst að fá karlmenn til að hætta að beita konur kynferðislegu ofbeldi, þá gerist þetta ekki heldur á Þjóðhátíð. Ef við einangrum vandann við Þjóðhátíð þá missum af því tækifæri að nota þá bylgju sem nú er til að ná fram breytingum.“
Hann sagði nauðsynlegt að fræða ungmenni um vandann og að fræðslan yrði að fara fram í skólum og inni á heimilum. „Þetta er heilstætt vandamál sem hefur eitthvað að gera með viðhorf til kvenna,“ sagði hann.
Viðtalið má heyra hér fyrir neðan.