Leikkonan Emilia Clarke hefur verið útnefnd kynþokkafyllsta kona heims af tímaritinu Esquire. Tímaritið birti eftirfarandi myndband á Twitter í gær og tilkynnti svo valið á miðnætti.
Esquire's #SexiestWomanAlive is…(being announced at Midnight ET)
Here's a little something to hold you over.https://t.co/hxd97uPOS0
— Esquire (@esquire) October 12, 2015
It's official: Esquire's #SexiestWomanAlive 2015 is…Emilia Clarke: http://t.co/azdddlUG6X pic.twitter.com/hNPtYFDHpk
— Esquire (@esquire) October 13, 2015
Hin 28 ára gamla Clarke var einnig valin kona ársins hjá tímaritinu GQ. Hún er þekktust fyrir frammistöðu sína í þáttunum Game of Thrones, þar sem hún leikur Daenerys Targaryen. Þá fór hún með hlutverk í kvikmyndinni Terminator: Genisys, sem var frumsýnd í sumar.
Í grein Esquire um valið kemur fram að Clarke takist að blanda saman andstæðum á náttúrulegan hátt í hlutverkum sínum: Hún er sæt en á sama tíma grjóthörð, tilfinningarík en á sama tíma kaldrifjuð. Hún getur leikið allt frá litlu systur til drottningar.
Lisa Hintelmann, yfirmaður á ritstjórn Esquire sagði í viðtali við Associated Press að Clarke hafi verið augljós kostur. „Hún er ógleymanleg í Game of Thrones og var í efsta sæti hjá ritstjórn Esquire, vinum og fjölskyldum.“