Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur þann 8. mars. Leikkonan Emma Watson lætur að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og hefur birt myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hún hvetur fólk til að mæta á ráðstefnu um jafnrétti kynjanna. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Sjá einnig: Emma Watson við karlmenn: „Jafnrétti er líka ykkar mál“
Watson hefur verið áberandi í umræðunni um jafnrétti og ræða sem hún flutti við upphaf He For She átaks UN Women vakti gríðarlega athygli á sínum tíma. Þar sagði hún karlmenn ekki upplifa jafnrétti, frekar en konur.
Við viljum ekki tala um að karlmenn séu fastir í steríótýpískum hugmyndum um karlmennsku en þeir eru það samt. Þegar þeir verða frjálsir byrja hlutirnir að gerast fyrir konur. Ef karlmenn þurfa ekki að vera aggressífir, þá þurfa konur ekki að vera undirgefnar.
Umrædd ráðstefna verður í beinni á Facebook en þau sem eru í Lundúnum geta sótt um að fá að sækja hana á Facebook-síðu Emmu. Hér má sjá skilaboðin frá Emmu Watson: