Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra birtir í dag grein á vef The Guardian um HeForShe-átak UN Women. HeForShe er alþjóðlegt átak sem miðar að því að fá karlmenn til að taka þátt í jafnréttisbaráttunni.
Hátt í þúsund manns hafa þegar dreift grein Gunnars.
Leikkonan Emma Watson hefur verið ein af talskonum verkefnisins en ræða sem hún flutti á ráðstefnu sem markaði upphaf átaksins vakti mikla athygli.
Watson vitnar í grein Gunnars Braga á Twitter-síðu sinni í dag. Hún segir að Ísland sé í fararbroddi átaksins og vitnar í orð Gunnars um að íslenskir karlmenn séu að átta sig á því að jafnrétti sé alþjóðlegt mannréttindamál.
Iceland is the most mobilized #HeForShe nation around the world with 1/20 men signed up- http://t.co/FtOaAfGx9T
— Emma Watson (@EmmaWatson) June 1, 2015
'I believe that men in Iceland are increasingly recognizing that gender equality is a global human rights issue..'
— Emma Watson (@EmmaWatson) June 1, 2015
'This realisation comes as a result of increased confrontation with the devastating impact of gender inequality.' Gunnar Bragi Sveinsson
— Emma Watson (@EmmaWatson) June 1, 2015
Eins og Gunnar bendir á hér þurfa aðrar þjóðir að reyna að ná Íslandi.