Auglýsing

Emmsjé Gauti og Birgitta ræddu stóra hjúkrunarkonumálið: „Það eina sem maður getur gert er bara að senda þeim ást og hlýju“

Emmsjé Gauti og Birgitta Haukdal voru gestir í útvarpsþætti Loga Bergmanns og Huldu Bjarna síðasta föstudag og ræddu þar meðal annars stóra hjúkrunarkonumálið sem vakti mikla athygli í fjölmiðlum á dögunum.

Sjá einnig: Veitingastaðurinn Ali Baba tjáir sig um stóra Birgittu Haukdal málið: „Elskar hjúkrunarfræðinga og Írafár“

Birgitta og Gauti höfðu bæði nóg að gera á árinu. Birgitta hélt tvo risa tónleika með hljómsveitinni Írafár og Gauti gaf út plötu, opnaði hamborgarastað og hannaði strigaskó.

Eitt af því sem vakti þó mesta athygli í fjölmiðlum var þegar að Birgitta notaði orðið hjúkrunarkona í bók sinni Lára fer til læknis. Hulda sagði að það væri ekki hægt að sleppa því að tala aðeins um það.

Birgitta sagði að þetta hefði verið rosalegt allt saman og Gauti benti á að þetta hefði verið gott marketing hjá henni. Birgitta tók undir það og sagði að nú fari það ekki framhjá neinum að hún sé að skrifa barnabækur.

Gauti sagði þá að það væri jákvætt að opna umræðu um svona mál en þetta hafi ef til vill farið full langt í neikvæðninni.

„Fólk verður alltaf svo brjálað. Ég sá þetta náttúrulega, þetta var út um allt. En ég finn mig aldrei knúinn til að fara í einhver kommentakerfi og vera reiður,“ sagði Gauti.

Þessi umræða um orðið sjálft er góð og kannski bara það sem Birgitta veit ekki í ferlinu er að það er einhver sem spáir í þessu og þetta særir einhvern. Það er jákvætt að opna á svona og að við séum alltaf í endalausri sjálfskoðun en það þýðir ekkert að verða rauður í framan.

Birgitta tók undir með Gauta: „Já, rétt skal vera rétt og auðvitað frábært að fá ábendingar og ég er alltaf opin fyrir því að fá ábendingar. En svo verðum við líka að muna að það er þarna lítill hópur, sem betur fer er hann pínulítill, en hann er rosalega hávær, sem að bara elskar að stökkva á allt svona. Það eina sem maður getur gert er bara að senda þeim ást og hlýju.

„Og áritaða bók,“ bætti Gauti við.

Aðspurð hvort að hún hafi lært að venjast umræðunni eftir að hafa verið í sviðsljósinu í langan tíma sagði Birgitta.

„Þú venst þessu aldrei en þú bara lærir að láta þetta ekki hafa áhrif á þig smám saman. Ég viðurkenni að ég var alveg bara vó hvað er að gerast til þess að byrja með og síðan þurfti ég bara svona heyrðu látum þetta hverfa og hugsum um eitthvað gott í staðinn.“

„Ekki hverfa, taka jákvæðnina úr umræðunni með sér,“ bætti Gauti þá við.

Hlustaðu á viðtalið

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing