Auglýsing

Emmsjé Gauti: Rottweiler er mikilvægasta rapphljómsveit í íslenskri tónlistarsögu

Rapparinn Emmsjé Gauti er í viðtali í vefritinu Starafugl í dag. Gauti er sagður vera ákaflega viðkunnalegur drengur ásamt því að vera fremstur íslenskra rappara í sviðsframkomu og karisma um þessar mundir.

Gauti er búinn að vera að rappa í meira en áratug og byrjaði semja texta þegar Rottweiler æðið skall á landinu eins og flóðbylgja fyrir meira en tíu árum. Í viðtalinu segir Gauti um XXX Rottweiler hunda:

Menn vilja deila um það hver hafi verið fyrstur að rappa á íslensku en það fer ekki milli mála að Rottweiler er stærsta og mikilvægasta rapphljómsveit í íslenskri tónlistarsögu. Það voru þeir sem að tóku íslenskt rapp upp á annað level og sýndu fordæmi fyrir aðra að það væri hægt að gera gott íslenskt rapp fyrir hinn almenna hlustanda. Þeir voru með grófa og skemmtilega texta yfir skemmtileg partýbeats. Ég er partur af XXXR kynslóðinni. Ég gef Rottweiler 10/10 fyrir að hafa rúllað boltanum af stað.

Um rappið í dag segir Gauti að Gísli Pálmi sé með lang ferskasta stílinn. „Platan sem hann er að vinna að um þessar mundir er algjör dúndra. Ekki eitt album track bara hreint og beint power,“ segir Gauti. „Úlfur Úlfur er þeir sem þora mest að fara út fyrir rammann og gera það vel. Þeir eru búnir að þróa soundið sitt svo vel. Ég er ekki bara að klappa vinum mínum á bakið. Það vill bara svo til að þessi vinahópur er að gera lang ferskasta dótið.“

Smelltu hér til að lesa viðtal Starafugls við Emmsjé Gauta

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing