Sous vide-græjur voru áberandi fyrir jólin. Svo áberandi að margir líkja æðinu sem hefur ríkt við brjálæðið sem var í gangi á Íslandi á síðustu öld þegar fótanuddtæki seldust í gámavís fyrir jólin. Þau enduðu reyndar flest inni í geymslum landsmanna en munu sous vide-tækin lifa þetta af? Eða enda þessar græjur inni í geymslu með fótanuddtækinu?
Fyrir þau sem hafa ekki kynnt sér málið þá virka sous vide-græjur þannig að kjöti eða öðrum mat í lofttæmdum umbúðum er komið fyrir í vatni. Græjan sér svo um að elda matinn með því að halda ákveðnu hitastigi í nokkrar klukkustundir — það fer allt eftir hvað er eldað. Útkoman getur verið frábær en afar auðvelt er að ákveða nákvæmlega til dæmis hvernig eldunin á kjötinu á að vera.
Facebook-hópurinn Sous vide á Íslandi hefur stækkað mikið í desember og meðlimirnir eru orðnir fleiri en sex þúsund. Mikið líf hefur verið hópnum yfir hátíðarnar og margir hafa óskað eftir góðum ráðum frá öðrum og reynslumeiri meðlimum hópsins.
Á Twitter hefur æðið ekki farið framhjá fólki en þar er yfirleitt stutt í grínið
Viljiði setja þetta sous-vide drasl í geymsluna á sama stað og þið geymið fótanuddtækin.
— Bjarni Már Magnússon (@BjarniMM) December 23, 2017
Þarf ég að leggja það á mig að læra hvað sous vide tæki er eða verður þetta búið fyrir áramót?
— Sara Mjöll (@saramjollm) December 25, 2017
"Skata að sous vide hætti"
?
?
Nei nú er þetta komið gott— Hildur (@hihildur) December 23, 2017
Læt aðra um skötuna. Sous vide Þorlákur hjá mér.
— Guðni F. Oddsson (@gudnifridrik) December 23, 2017
Til að sporna við plastnotkun er ég hættur að vakúmpakka sous vide réttunum mínum, allt bara soðið í einum potti í miklu vatni #soðinnautalund #jólin
— Brynjar (@oskarsson) December 23, 2017
Hugur minn er hjá Lækninum í eldúsinu, sem verður samkvæmt eið eldhúslækna, fastur á Facebbok yfir jólin að svara sous vide spurningum
— Jóhannes Bragi (@joibjarna) December 24, 2017
Það voru 3 sous vide tæki i notkun a heimilinu i gærkvöld og eg veit ekki enn hvernig eg a að haga mer
— Johanna (@johannathorgils) December 25, 2017
Það vita þetta ekki margir en sous-vide æðið byrjar upprunalega hjá Suðu-Sigfúsi í Tvíhöfða.
— Gissari (@GissurAri) December 25, 2017
Er “sous vide” nýjasta iittala? Er fólk annars ekkert að baka smákökur og steikja kleinur með sous vide?
— Sævar Sævarsson (@SaevarS) December 25, 2017