Auglýsing

Endurgerðin á Fríðu og Dýrinu bönnuð í Malasíu og Kúveit vegna fyrsta hommans í sögu Disney

Endurgerð Disney á teiknimyndinni sígildu Fríða og Dýrið verður ekki sýnd í bíóhúsum í Malasíu og Kúveit. Þá er hún bönnuð börnum yngri en 16 ára í Rússlandi. Ástæðan er sú að í kvikmyndinni kemur fram fyrsta samkynhneigða persónan í sögu Disney. Þá sést hún meðal annars í ástarsenu í myndinni.

Í Malasíu er kynlíf samkynhneigðra bannað með lögum og þeir sem gerast brotlegir við lögin gætu átt yfir höfði sér fangelsisdóm. Birtingamynd samkynhneigðar í kvikmyndum þar í landi verður að vera neikvæð. Stjórnendur kvikmyndahúsa í Malasíu vildu breyta myndinni í þá átt en Disney tók það ekki í mál.

Í Kúveit fór myndin í sýningu í nokkra daga áður en sýningum var hætt eftir að upplýsingaráðuneiti landsins óskaði eftir að atriði í myndinni yrðu ritskoðuð. Talið er líklegt að samkynhneigða ástarsenan sé ástæðan fyrir þessari ákvörðun stjórnvalda í Kúveit.

Þá er myndin bönnuð börnum yngri en sextán ára í rússneskum kvikmyndahúsum af sömu ástæðu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing