Auglýsing

Engar ábendingar hafa borist þrátt fyrir fjölda gróusagna

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa engar ábendingar borist sem vert er að fylgja eftir í tengslum við andlát tíu ára stúlku á sunnudag. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum fannst stúlkan á svæði skammt frá Krýsuvík en faðir hennar er talinn hafa ráðið henni bani. Hann hringdi sjálfur á Neyðarlínuna og benti viðbragðsaðilum í átt að líki dóttur sinnar.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar segir að rannsókn málsins miði vel en tekur fram að engar ábendingar hafi borist þrátt fyrir að hann hafi hvatt til þess að fólk hafi samband sem hafi haldbærar upplýsingar í þessu máli. Þetta kemur fram í viðtali við Grím á Vísi.

Gróusögur ganga á TikTok á meðal ungra barna

Vill ekkert ræða mögulega játningu

Þar segir Grímur að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókninni annað en að henni miði vel og sé í hefðbundnum farvegi mála af þessu tagi.

Faðir stúlkunnar, Sigurður Fannar Þórsson, var í fyrsta skiptið yfirheyrður í gær frá því hann var handtekinn – að minnsta kosti formlega. Grímur vildi ekkert fara út í það í viðtalinu hvort það liggi fyrir játning í málinu.

„Ég hef ekkert farið út í það sem kemur fram í yfirheyrslum og það er bara ekki tímabært að fara nokkuð út í það.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing