Auglýsing

Engin þjóð horfir meira á Eurovision en Ísland

Íslendingar eru mestu Eurovision aðdáendur í heiminum ef marka má sjónvarpsáhorf á keppnina í ár. Áhorf á útsendingu RÚV frá keppninni var það mesta í fimm ár en þetta var í fyrsta skipti í fimm ár sem framlag Íslendinga kemst í lokakeppnina. Um 182 milljónir horfðu á lokakeppnina í ár. Þetta kemur fram á heimasíðu EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva.

Næstum allir sjónvarpsáhorfendur hér á landi horfðu á keppnina eða 98,4 prósent. Árið 2014 horfðu 98,6 prósent á lokakeppnina.

73,4 prósent Hollendinga horfðu á keppnina en Hollendingar sigruðu í ár. Þá horfðu Ísraelar, sem héldu keppnina, á keppnina sem aldrei fyrr en 63,2 prósent sjónvarpsáhorfenda fylgdust með útsendingunni. Þýskaland var með stærstan hluta áhorfenda, níunda árið í röð, en þar horfðu 7,6 milljónir á keppnina.

Þá voru það um 40 milljónir sem horfðu á keppnina í beinu streymi á YouTube og var 72 prósent þeirra undir 35 ára aldri.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing