Auglýsing

Enginn selur fleiri vínilplötur en Urban Outfitters

Engin verslunarkeðja í heiminum selur fleiri vínilplötur en Urban Outfitters, sem er þekktari fyrir sölu á fötum og ýmsum varningi fyrir heimilið.

Calvin Hillinger, framkvæmdastjóri hjá verslunarkeðjunni, sagði frá þessu á fundi með greiningaraðilum á dögunum: „Tónlist er gríðarlega mikilvæg fyrir viðskiptavini Urban Outfitters. Við erum stærsti vínilplötusali heims.“

Það sem er merkilegt við þessa staðreynd er að fólkið sem kaupir vínilplötur er sama fólk og ólst upp með tónlistarveitum á borð við Pandora og Spotify, samkvæmt frétt BuzzFeed.

Sala á vínilplötum hefur aukist hratt í heiminum undanfarið og í Bandaríkjunum seldust sex milljón víniplötur í fyrra, það mesta síðan árið 1991. Allt útlit er fyrir að talan verði hærri í ár.

En eins og myndin hér fyrir neðan sýnir þá er salan ennþá hlutfallslega lítil miðað við stafræna sölu og sölu á gamla góða geisladisknum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing