Auglýsing

Enn beðið eftir niðurstöðu formannskosninga Framsóknarflokksins, veruleg töf í Háskólabíói

Búist er við því að úrslit í formannskjöri Framsóknarflokksins liggi fyrir um kl. 15. Kosningin hefur dregist á langinn en fyrst var talið að henni myndi ljúka um kl. 12.30, eða um hálftíma eftir að hún átti að hefjast.

Á vef RÚV kemur fram að kosningunni sé lokið og verið sé að telja atkvæði. Formaðurinn þarf 50 prósent atkvæða til að ná kjöri – ef ekki þarf að kjósa aftur.

Líkt og áður hefur komið fram eru þeir Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í framboði til formanns.

Sjá einnig: Lilja vill líka vera varaformaður Framsóknar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir sækist eftir varaformannsembættinu. Það gerir Eygló Harðardóttir einnig en þó aðeins ef Sigmundur Davíð nær ekki kjöri.

Flokksþing Framsóknar fer fram í Háskólabíói um helgina.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing