Flöskum var grýtt í íslenska fjölskyldu í Brighton á Englandi eftir að Ísland vann England á EM í Frakklandi á mánudag. Þetta kemur fram á vef staðarblaðsins The Argus. Lögreglan var ekki kölluð á svæðið og íslenska fjölskyldan slapp ómeidd.
Leikurinn var sýndir á risaskjá á ströndinni í Brighton. The Argus greinir frá því að ung börn hafi verið í íslenska hópnum og að öryggisverðir hafi brugðist skjótt og myndað hring utan um fjölskylduna á meðan þau biðu eftir að því að ensku fótboltabullurnar yfirgáfu svæðið.
The Argus hefur eftir hinni 27 ára gömlu Marie Clements að atvikið hafi átt sér stað eftir leikinn þegar fólk var á heimleið. „Ég leit til hliðar og sá að stuðningsfólks Englands var að henda flöskum í íslenska fjölskyldu, segir hún.
Ég sá ekki hvort þau fengu flöskurnar í sig vegna þess að öryggisverðirnir voru svo snöggir að verja þau.
Clements telur að um einangrað tilvik sé að ræða. „En maður fann samt að það var mikil spenna í loftinu,“ segir hún.