Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands mætti í útvarpsþáttinn Sprengisand á Bylgjunni á sunnudag.
Þar lýsti hann yfir að hann ætlaði ekki að lýsa yfir í þættinum hvort hann ætli að bjóða sig fram á ný á næsta ári. Í staðinn lýsti hann yfir að hann muni lýsa því yfir í áramótaávarpi sínu. Margir lýstu yfir vonbrigðum sínum sínum í kjölfarið.
Einar Þorsteinsson, fréttamaður á RÚV, afhjúpaði á á Facebook-síðu sinni að Ólafur var með sama bindi í þættinum á sunnudag og hann var með um hálsinn í kosningaþætti á RÚV fyrir síðustu forsetakosningar árið 2012. Það má því velta fyrir sér hvort Ólafur sé búinn að setja upp Kosningabindið?