Auglýsing

Er þetta leynilega kryddblandan á KFC? Frændi ofurstans sýndi blaðamanni handskrifaða uppskrift

Kryddblandan sem umlykur kjúklinginn á KFC er eitt best geymda leyndarmál heims. Samkvæmt fyrirtækinu er handskrifað eintak af uppskriftinni geymt í 350 kílóa öryggisskáp sem er umkringdur öryggismyndavélum og hreyfiskynjurum. Þetta kemur fram á vef New York Times.

Sjá einnig: Æskudraumur Margrétar Maack rættist þegar hún varð rödd KFC á Íslandi: „Ég varð mjög æst“

Nú virðist uppskriftin hafa verið birt í dagblaðinu The Chicago Tribune. Blaðamaðurinn Jay Jones var sendur til bæjarins Corbin í Kentucky til að skrifa grein um bæinn þar sem Sanders ofursti bjó og hóf að djúpsteikja kjúkling.

Jones hitti þar Joe Ledington, frænda ofurstans, sem sýndi honum úrklippubók sem var áður í eigu Claudiu Ledington, eiginkonu ofurstans sem lést árið 1996. Í bókinni er að finna handskrifaða uppskrift með 11 jurtum og kryddum sem Ledington sagði vera hina víðfrægu KFC-uppskrift.

Ledington sagði aðalháefnið vera hvítan pipar. „Ég kalla hann leynihráefnið,“ sagði hann.

Enginn vissi hvað hvítur pipar var á þessum tíma. Það kunni enginn að nota hann á sjötta áratugnum.

Eftir að umfjöllunin birtist hefur Ledington dregið fullyrðingar sínar til baka og segist aldrei hafa sýnt blaðamanninum uppskriftina. Þá hefur hann ekki svarað viðtalsbeiðnum frá New York Times. Haft var samband við talsmann KFC sem sagði að uppskriftin sem birt var í The Chicago Tribune væri ekki rétt.

Við komumst mögulega aldrei að sannleikanum í málinu. Þangað til höfum við uppskriftina frá frændanum:

Blandið þessum 11 kryddum og jurtum við 5 dl af hvítu hveiti

2/3 teskeið salt
1/2 teskeið timjan
1/2 teskeið basil
1/3 teskeið oreganó
1 teskeið sellerí salt
1 teskeið svartur pipar
1 teskeið sinnepsduft
4 teskeiðar parikuduft
2 teskeiðar hvítlaukssalt
1 teskeið þurrkað og mulið engifer
3 teskeiðar hvítur pipar

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing