Ísland gerði jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM. Alfreð Finnbogason jafnaði metinn fyrir Íslendinga í 1-1 jafntefli. Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands var maður leiksins en hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi.
Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um jafnteflið ótrúlega sem minnsta liðið á mótinu náði gegn risunum frá Argentínu.
Kjöt í morgunmat
Jose Mourinho, stjóri Manchester United á Englandi, hrósaði Íslendingum mikið í viðtali við RT Sport eftir leikinn. „Ég held að þessir strákar hafi borðað kjöt í morgunmat frá því að þeir voru litlir,” sagði Portúgalinn.
I think these boys from #Iceland… were eating meat for breakfast since they were babies – Mourinho#ISL #ARG #ARGISL #WorldCuphttps://t.co/29NeLMgb2E pic.twitter.com/yyCbTnxYcx
— RT Sport (@RTSportNews) June 16, 2018
Lið sem hefur trú á sér
Pat Nevin á BBC sagði: „Ég er í skýjunum fyrir Íslands hönd. Lið sem leggur sig svona mikið fram er sérstakt. Það vakti athygli að liðið fagnaði ekki í leikslok eins og þeir hefðu unnið mótið. Þeir litu bara á hvorn annan og virtu stigið sem þeir fengu. Það er merki um lið sem hefur trú á sér.”
Ísland skrifar söguna aftur
Það var talað vel um landsliðið í fótboltaþættinum Match of the day í Bretlandi. Þar spurðu menn sig á hvaða tímapunkti fólk ætti að hætta að verða hissa á landsliðinu okkar sem heldur áfram að skrifa söguna.
Iceland are making #worldcup history… and they're taking everyone along with them! https://t.co/XIVT8Sij16 #bbcworldcup #ARGISL
— Match of the Day (@BBCMOTD) June 16, 2018
Mögnuð frumraun
„Ísland spilaði fyrsta leik sinn á HM gegn liðinu sem endaði í 2. sæti fyrir fjórum árum og þeir litu út eins og þeir ættu heima þarna,” segir í umsögn New York Times um leikinn.
Hjá Reuters er talað um pínulitla Ísland sem átti magnaða frumraun á HM. „Ísland sem er langminnsta liðið á mótinu sigraði England eftirminnilega á EM árið 2016 og í dag hlupu þeir og börðust hetjulega fyrir því að skrifa nýjan kafla í ótrúlega sögu sína á stórmótum.”