Auglýsing

Erlendir risar hafa samband við Balta vegna myndvers í Gufunesi: „Netflix er farið að hringja í okkur“

Erlendir risar á borð við Netflix eru búnir að spyrjast fyrir um myndver Baltasars Kormáks í Gufunesi. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.

Baltasar Kormákur skrifaði í vikunni undir samning við Reykjavíkurborg um kaup á lóðum og byggingarrétti á Gufunesi undir kvikmyndaþorp og íbúðabyggð. Samningurinn er upp á 1,64 milljarða króna – 1.290 milljónir fyrir byggingarréttinn og 350 milljónir í gatnagerðargjöld sem greiðast síðar.

Sjá einnig: Svona komst Baltasar Kormákur í þetta klikkaða form: „Balti var mjög einbeittur í verkefninu“

Baltasar sagði í fréttum RÚV að myndverið í gömlu áburðarverksmiðjunni á svæðinu sé eitt það stærsta í Evrópu, um 5.000 fermetrar en Ófærð verður tekin upp þar á næsta ári. „Netflix er farið að hringja í okkur og spyrjast fyrir um hvort það sé laust á ákveðnum tíma,“ sagði hann.

Hann sagði í fréttinni að hugmyndin sé að það byggist upp einhvers konar þyrping. „Þorp þar allskonar skapandi greinar geta þrifist og íbúðahverfi þannig að þetta verði ekki dautt iðnaðarhverfi á kvöldin,“ sagði hann í fréttum RÚV.

„Hugmyndin er að það sé blönduð starfsemi með veitingastöðum. Þannig að þetta verði svona miðbæjarkúltúr í úthverfi.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing