Auglýsing

Erlingur ætlar að framleiða dagatal með myndum af rangeygðum stjórnmálamönnum: „Jólagjöfin í ár“

Erlingur Sigvaldason, nemi í Verzlunarskóla Íslands vinnur þessa dagana hörðum höndum að því að hanna dagatal. Óhætt er að segja að dagatalið sé frekar óhefðbundið en það mun innihalda myndir af rangeygðum stjórnmálamönnum.

Erlingur sagði frá hugmynd sinni á Twitter í gær. Þar kom fram að upplagið yrði 100 eintök til að byrja með og að fyrstu eintök færu í sölu í byrjun desember. Síðar bætti hann því við að þarna væri á ferðinni jólagjöfin í ár.

Geggjuð hugmynd!

Erlingur fékk hugmyndina í heimspekitíma í Verzlunarskólanum og segir í samtali við Nútímann að verðinu verði stillt í hóf. „Ég er að ræða við Ísafold um prentun og ég mun hafa verðið mjög nálægt prentkostnaði, 1500 krónur,“ sagði Erlingur en þeir sem hafa áhuga á því að tryggja sér eintak geta haft samband við Erling á Twitter.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing