Auglýsing

Erpur notaði virka í athugasemdum í lag: „Ég lét þetta dynja á sjálfsvirðingu minni“

Tónlistarsýningin Mistakasaga mannkyns verður sýnd í Gamla bíó 2. júní næstkomandi. Sýningin er á vegum Listahátíðar í Reykjavík og tónlistarmennirnir Erpur Eyvindarsson, Hallveig Rúnarsdóttir, Hilmar Örn Hilmarsson og Bjarni Frímann Bjarnason setja ljóð og tónlist í gegnum nýstárlega og skapandi hakkavél.

Erpur lagði á sig ansi sérstaka vinnu fyrir lag sem hefur verið birt á Youtube til að kynna sýninguna. Lagið má heyra hér fyrir neðan en það innblásið af raunverulegum ummælum frá virkum í athugasemdum: „Ísland er að verða eins og Simpsons. Það eru allir gulir!“

Í samtali við Nútímann segir Erpur að lagið hefði hæglega getað verið 190 mínútur. „En ég vil ekki drepa fólk með þessu,“ segir hann léttur.

Ég bara setti á ákveðnar útvarpsstöðvar hér í borg í bílnum og lét þetta dynja á sjálfsvirðingu minni.

Erpur nýtti sér líka ýmislegt annað í heimildarvinnunni. „Ég þekki engan sem er áskrifandi að Mogganum en einhvern veginn endar þetta inn um lúgurnar hjá fólki, sem ég nýtti mér,“ segir hann.

„Ég þefaði af pappírnum. Og leigubílstjórar tala. Og heitir pottar hafa raddir. Ég tala við sem flesta sem oftast og niðurstaðan er þessi — en ég færi auðvitað í stílinn.“

Hlustaðu á lagið hér fyrir neðan en upplýsingar um sýninguna má finna hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing