Rapparinn Erpur Eyvindarson, Blaz Roca, veltir fyrir sér hvort þjóðin væri fátækari í anda ef ekki væri fyrir listamannalaun. Hann segir þó að örugglega megi bæta kerfið. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Erps.
„Ég er búinn að lifa af skapandi vinnu í mörg ár núna,“ segir hann.
Ég hef aldrei fengið fúlan fimmaur í listamannalaun frá opinberum né einkasjóðum, ég hef hingað til ekki nennt að fylla út einhverja fjórblöðunga.
Hann bendir á að ef hann til dæmis eignast krakka eða þarf greiðslumat frá banka, þá þyrfti hann fastar tekjur.
„Má örugglega bæta kerfið varðandi hverjum er úthlutað, hversu oft, til hve langs tíma í senn og auka nýliðun, en væri þjóðin ekki fátækari í anda ef við hefðum ekki listamannalaun og styrki?“ spyr Erpur.
„En getum líka bara lesið bankabækur, fundið andagift í flúorgufu kerskála og raulað hagspár innum gotrauf á þorsk. Hmmm, veisla!“