Linda Björg Árnadóttir, textílhönnuður og lektor í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, segir að ítalski íþróttavöruframleiðandinn Errea hafi ætlað að efna til samkeppni um hönnun á búning fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Til stóð að greiða 100 þúsund krónur fyrir vinningstillöguna sem Linda segir allt of lágt. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu hennar.
Treyja íslenska landsliðsins í fótbolta var kynnt við hátíðlega athöfn í dag. Á meðal þess sem kom fram avar að ítalskur hönnuður hafi hannað treyjuna en ekkert hefur verið minnst á hönnunarsamkeppni.
Sjá einnig: Skiptar skoðanir um nýja landsliðsbúninginn á Twitter: „Sæt blússa, segi ég“
Í færslu sinni segir Linda að forsvarsmaður Errea á Íslandi hafi haft samband við sig í haust vegna áhuga íþróttavöruframleiðandans á að efna til samkeppni meðal valdra íslenskra hönnuða um hönnun á búningnum. „Þetta gladdi mig mikið, að loskins ætti að gefa íslenskum hönnuðum tækifæri að hanna keppnisbúning á íslenska landsliðið,“ segir hún.
Uppi voru hugmyndir um íslenska þjóðin fengi kjósa á netinu á millli þriggja hugmynda. Mér var falið að skrifa samkeppnislýsingu og velja hönnuði til að taka þátt í samkepnninni. Hafði ég hafði samband við þrjá hönnuði sem allir höfðu komið að hönnun íþróttafatnaðar.
Linda segir að þrátt fyrir hönnun á slíkum búningi sé heilmikil vinna hafi Errea aðeins viljað greiða 100 þúsund fyrir vinningstilöguna en 30 þúsund fyrir aðrar innsendar tillögur.
„Ég mótmælti þessum upphæðum sem mér fannst niðurlægjandi fyrir hönnuði og á endanum hækkaði fyrirtækið upphæðirnar í 150/50 þúsund. Ég sendi út formleg boð til viðkomandi hönnuða og ég veit fyrir víst að allavega einn skilaði inn tillögu.“
Linda segist ekki hafa komið frekar að málinu og að Errea hafi ekki svarað fyrirspurn hennar um innsendar tillögur. „En ég læt mér detta í hug að einhverjir hafi ekki skilað inn vegna þess hve upphæðir voru lágar,“ segir hún.
„Mér finnst líklegt að framleiðsla á einni treyju kosti innan við 100 krónur og að seldar hafi verið allavega 50-60 þús treyjur af EM 2016 týpunni. Hún kostar um 6.000 krónur í heildsölu og 9.990 krónur á errea.is.“
Linda spyr hvort ekki sé hægt að greiða hönnuðum fyrir vinnu sína. „Nú hefur komið í ljós að ítalskur hönnuður hefur hannað hina nýju treyju og hinni íslensku samkeppninni stungið undir stól,“ segir hún.
„Það eru augljóslega til peningar í þessu verkefni en samt má ALLS EKKI greiða íslenskum hönnuðum fyrir vinnu sína. Ég er mjög svekkt út í íslensk fótboltayfirvöld vegna þessa máls.“
Á haustmánuðum hafði samband við mig forsvarsmaður ERREA á Íslandi og hafði áhuga á því að stofna til samkeppni meðal…
Posted by Linda Björg Árnadóttir on Fimmtudagur, 15. mars 2018