Vlatko Ilievski, sem keppti fyrir hönd Makedóníu í Eurovision-söngvakeppninni árið 2011, fannst látinn í bílnum sínum í höfuðborginni Skopje í gærmorgun.
Lögregla rannsakar nú dánarorsök en hann var aðeins 33 ára. Þetta kemur fram í frétt EuroVisionary sem hefur þetta eftir makedónskum fjölmiðlum.
Ilievski var fulltrúi Makedóníu í Eurovision árið 2011 og flutti lagið „Rusinka“. Hann hafnaði í 16 sæti í seinni undanriðli keppninnar og komst því ekki á lokakvöld keppninnar.
Hann hafði áður tekið þátt í forkeppni Eurovision í heimalandi sínu árið 2010 þegar hann lenti í öðru sæti.
Flutningur Ilievski á sviðinu í Düsseldorf árið 2011