Fjölmiðlakonan Eyrún Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Kjarnans. Hún hefur nú þegar hafi störf en hún tekur við starfinu af Þórði Snæ Júlíussyni sem mun nú alfarið einbeita sér af ritstjórn miðilsins.
Á vef Kjarnans segir um Eyrúnu: „Eyrún hefur síðastliðin tæp sjö ár haft umsjón með og ritstýrt Sunnudagsblaði Morgunblaðsins en starfaði þar áður sem ráðgjafi árum saman þar sem hún kom að ýmis konar verkefnastjórnun, markaðs- og útgáfumálum og stefnumótunarvinnu. Hún starfaði einnig á RÚV á árunum 2004 til 2006 og var meðal annars einn þáttastjórnenda Kastljóss á því tímabili. Eyrún er með BA gráðu í í hagfræði með sagnfræði sem aukagrein. Þá hefur hún lokið meistaranámi í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.“
Þórður Snær Júlíusson hefur gegnt starfinu frá byrjun ársins 2018 samhliða ritstjórastarfinu en mun nú einbeita sér alfarið af því.