Facebook hefur kynnt nýja þjónustu fyrir notendur sína sem ber nafnið Marketplace. Þar verður hægt að kaupa og selja hluti á auðveldan hátt en í fyrstu verður þjónustan aðeins í boði í Bandaríkjunum, Bretlandi, Nýja-Sjálandi og Ástralíu.
Auðvelt verður að leita að því sem þú hefur áhuga á að kaupa. Þú velur staðsetningu þína og vöruflokkinn eða verðið sem þú ert tilbúin/n að borga fyrir vöruna. Flokkarnir geta meðal annars verið heimilistæki, raftæki og fatnaður.
Þegar þú hefur fundið vöru sem þér líst vel á þá einfaldlega smelliru á hana og færð upp stóra mynd af henni sem og nánari lýsingu. Eftir það stendur valið annars vegar milli þess að vista vöruna og halda áfram að skoða eða senda skilaboð á seljanda þar sem þið getið klárað viðskiptin.
Facebook er ekki búið að gefa út hvenær hægt verður að nálgast Marketplace hér landi en segir að þjónusta verði kynnt um allan heim á næstu vikum og mánuðum.