Auglýsing

Facebook lokar á smelludólgana

Facebook gerði í gær nokkuð stórar breytingar á hvaða efni birtist vegg notenda sinna. Breytingarnar miða að því að hjálpa fólki að finna færslur og tengla frá aðilum sem það hefur raunverulegan áhuga á ásamt því að loka á efni frá svokölluðum „smelludólgum“.

Samkvæmt slangurorðabók Snöru er smelludólgur blaðamaður á vefmiðli eða bloggari sem reynir að vekja athygli lesenda með krassandi fyrirsögn og fá þá til að smella á tengil.

Facebook hyggst sem sagt sigta út færslur með fyrirsögnum frá smelludólgum. Slíkar fyrirsagnir hvetja fólk til að smella til að sjá meira, án þess að gefa upp frekari upplýsingar um hvað það er að fara að sjá. Margir smella á slíkar færslur sem gerir að verkum að fleira fólk sér þær ásamt því að þær birtast ofar á vegg fólks.

Þetta er gott dæmi um færslu frá smelludólgi.

Samkvæmt könnun sem Facebook framkvæmdi þá er fólk ekki mikið fyrir þessa tengla. 80% fólks vill fyrirsagnir með raunverulegum upplýsingum sem hjálpar því að ákveða hvort það vilji lesa efnið eða ekki. Efni frá smelludólgum á hins vegar til að drekkja öðru efni í innihaldsleysi sínu og það er einmitt það sem Facebook ætlar að reyna að stöðva.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing