Auglýsing

Faðir Ríkislögreglustjóra flutti inn „bazooku“ á meðan hann starfaði sem flugvirki

Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur Ríkislögreglustjóra, fékk skráða hjá leyfisdeild lögreglunnar „bazooku“ árið 2000 en á sama tíma starfaði hann sem flugvirki hjá Icelandair. Þetta kemur fram í gögnum sem Nútíminn hefur undir höndum en um er að ræða skýrslur frá því lögreglan framkvæmdi húsleit heima hjá Guðjóni þann 28. september árið 2022 í tengslum við „hryðjuverkamálið“ svokallaða.

Hvernig kom Guðjón þessu vopni til landsins? Nútíminn hefur á undanförnum vikum reynt að fá svör við þeirri spurningu en þegar stórt er spurt er fátt um svör.

Gífurlegt magn skotvopna fannst við húsleitina hjá Guðjóni sem gat ekki gert grein fyrir á fjórða tug þeirra sem lögreglan fann.

Upplýsingum haldið frá fjölmiðlum

Þegar litið er yfir skráningu vopna sem fundust á heimili föðurs Ríkislögreglustjóra í umræddri húsleit kemur ýmislegt áhugavert í ljós sem ekki hefur verið greint frá í fjölmiðlum. Á meðal þeirra vopna sem fundust á heimili hans, og hann virðist hafa fengið skráningarleyfi fyrir á Íslandi, er hin klassíska sprengjuvarpa, „bazooka“. Bazúkan er eitt þekktasta vopn seinni heimstyrjaldarinnar en hún var fyrst framleidd árið 1942. Sú tegund sem Guðjón fékk skráða sem „annað vopn“ gengur undir verksmiðjunafninu „RPG 7“ en þær komu fyrst fram á sjónarsviðið í kring um 1958.

En hvernig dúkkar „bazooka“ upp á Íslandi? Hvernig gat faðir Ríkislögreglustjóra orðið sér úti um slíkt vopn? Hvernig gat Guðjón orðið sér úti um sprengjur í umrætt vopn? Nútíminn hefur einnig undir höndum ljósmyndir sem teknar voru í húsleitinni heima hjá Guðjóni þennan septembermánuð árið 2022 en eins og áður segir var húsleitin í tengslum við „hryðjuverkamálið“ svokallaða þar sem tveir ungir menn, þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, voru ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Þeir voru sýknaðir í mars á þessu ári fyrir ákæruna er snéri að hryðjuverkum en fengu dóm fyrir brot á vopnalögum.

„En það að flytja inn þetta vopn í flugi – hvort sem það er farþegaflug eða ekki – er með því ólöglegra sem hægt er að gera í alþjóðaflugi“

Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar og er búist við því að málið fari fyrir réttinn síðar á þessu ári eða því næsta.

Flutti Guðjón inn sprengjuvörpu með farþegaflugi?

Þrátt fyrir að lögreglan hafi skrifað þessa lýsingu þá vantar inn í hana að þarna sést í tvær sprengikúlur fyrir RPG-7. Ljósmyndin er tekin í húsleit lögreglunnar heima hjá föður Ríkislögreglustjóra. Taktu eftir því hvað er í neðri hillu skápsins.

En aftur að þessu stórhættulega vopni. Hvernig kom Guðjón þessu vopni til landsins? Nútíminn hefur á undanförnum vikum reynt að fá svör við þeirri spurningu en þegar stórt er spurt er fátt um svör. Það sem vekur þó upp áleitnar spurningar er sú staðreynd að Guðjón starfaði lengi vel sem flugvirki hjá Icelandair. Hann var við störf árið 2000 á Keflavíkurflugvelli og sat lengi vel í stjórn Flugvirkjafélag Íslands sem formaður félagsins.

Nútíminn hefur reynt að ná tali af Guðjóni en án árangurs. Þá hefur verið rætt við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða tollverði, lögreglumenn og flugvirkja. Flestir telja að á þeim tíma sem vopnið er skráð af leyfisdeild lögreglunnar, það er að segja árið 2000, hafi Guðjón hæglega getað smyglað því til landsins með flugi – sérstaklega í ljósi stöðu sinnar sem áhrifamikill flugvirki.

Braut ítrekað vopnalög en hefur enga refsingu hlotið

„En það að flytja inn þetta vopn í flugi – hvort sem það er farþegaflug eða ekki – er með því ólöglegra sem hægt er að gera í alþjóðaflugi,“ sagði fyrrverandi lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli sem Nútíminn ræddi við. Þá tók hann fram að á þessum tíma, árið 2000, hafi ekki verið jafn mikið eftirlit með alþjóðaflugi og varð raunin árið eftir eða árið 2001 þegar hryðjuverkamenn flugu farþegaflugvélum á World Trade Center í New York.

Hver á að rannsaka það? Er það í lagi að hríðskotabyssa á borð við AR-15 finnst ekki? Hún er skráð á föður hennar, Guðjón Valdimarsson? Hvar er umrædd hríðskotabyssa? Þau svör hafa aldrei fengist.

En fékk Guðjón leyfi fyrir innflutningnum áður en hann flutti inn bazúkuna eða fékk hann leyfið eftir á? Samkvæmt 5. grein Vopnalaga má enginn flytja til landsins skotvopn, skotfæri eða sprengiefni nema með leyfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. En lá slíkt leyfi fyrir? Nútíminn hefur óskað eftir svörum frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu um nákvæmlega þá leyfisveitingu og er beðið eftir svörum.

Það sem er þó athyglisvert við þetta allt saman eru tengsl hans við „hryðjuverkamálið“ og hvernig honum hefur tekist að komast undan nokkurri ákæru því tengdu sem vitað er um. Miðað við þau gögn sem Nútíminn hefur undir höndum þá er það samt sem áður deginum ljósara að Guðjón Valdimarsson, faðir Ríkislögreglustjóra, braut ítrekað vopnalög í landinu – og þá skiptir engu máli hvort um er að ræða ólögleg skotvopn, ólögleg skothylki eða lög um geymslu og meðferð skotvopna, skotfæra og annarra vopna – líkt og umrædda RPG-7 bazúku. Þrátt fyrir allt sem á undan er talið er ekki vitað til þess að Guðjón hafi verið sviptur vopnaleyfi til bráðabirgða eða að hann hafi undirgengist lögreglusátt. Á sama tíma sitja tveir ungir menn undir þeim ásökunum að hafa haft í hyggju að frermja hryðjuverk á Íslandi.

Sagði ósatt í skýrslutöku lögreglu

Samkvæmt heimildum Nútímans, þrátt fyrir þá skýrslu sem Guðjón gaf hjá lögreglunni þann 28. september á heimili sínu að Skógarási 12 í Hafnarfirði þar sem hann sór af sér tengsl við ungu mennina, þá þekkti hann að minnsta kosti annan þeirra mætavel – hafði hitt hann nokkrum sinnum og í eitt skiptið leyft viðkomandi aðila að prufa AR-15 hríðskotariffil. Það vopn, AR-15, er sú hríðskotabyssa sem er hvað oftast notuð í fjöldamorðum í Bandaríkjunum.

Um er að ræða kolólöglegt vopn hér á landi sem ótrúlegt þykir að Guðjón hafi yfir höfuð fengið leyfi fyrir. Það sem vekur þó athygli hvað það skotvopn varðar er að dóttir Guðjóns, Sigríður Björk Guðjónsdóttir Ríkislögreglustjóri, segir það týnt. Það gerir hún í sömu yfirlýsingu og hún segir sig frá „hryðjuverkamálinu“ svokallaða vegna tengsla föður hennar við málið. En hvers vegna tekur Sigríður Björk það fram að umrædd hríðskotabyssa sé týnd og tröllum gefin? Hún segir skotvopnið ekki hafa fundist. Athyglisvert?

Alltaf verið látinn í friði þangað til…

Hver á að rannsaka það? Er það í lagi að hríðskotabyssa á borð við AR-15 finnst ekki? Hún er skráð á föður hennar, Guðjón Valdimarsson? Hvar er umrædd hríðskotabyssa? Þau svör hafa aldrei fengist.

Nútíminn mun á næstu vikum halda áfram að fjalla um þær hliðar hryðjuverkamálsins sem lögreglan og Ríkislögreglustjóri hafa ekki viljað að yrði fjallað um – upplýsingar sem fjölmiðlar hafa aldrei fengið aðgang að. Upplýsingar sem sýna fram á að faðir Ríkislögreglustjóra hefur í gegnum árin bæði fengið skráð og týnt skotvopnum sem eru allt frá skammbyssum yfir í stórhættulegar hríðskotabyssur. Þrátt fyrir það hefur hann aldrei misst byssuleyfið sitt eða verið angraður af lögreglunni yfir höfuð – ekki fyrr en til „hryðjuverkamálsins“ svokallaða kom.

Þetta er yfirlýsing Sigríðar Bjarkar í umræddu hryðjuverkamáli. Af hverju ætli hún taki fram að hríðskotabyssan AR-15 sé týnd og tröllum gefin?

Saga bazúkunnar

Bazúkan er eitt þekktasta eldflaugaskotkerfi frá seinni heimsstyrjöldinni. Árið 1942 þurfti bandaríski herinn vopn sem gat eyðilagt brynvagna og skriðdreka óvina sinna. Liðsforinginn Edward Uhl þróaði þetta vopn með því að nota rör til að skjóta eldflaugum með holrými sem skiluðu miklum eyðileggingarmætti. Bazúkan var létt, auðveld í notkun og öflug gegn brynvögnum. Nafnið „bazúka“ kemur frá hljóðfæri sem skemmtikrafturinn Bob Burns lék á, og hljóðfærið líktist rörinu sem var notað í eldflaugaskotkerfinu.

Bazúkan var fyrst notuð árið 1942 í Norður-Afríku og sýndi strax styrk sinn gegn þýskum brynvögnum. Hún breytti gangi bardaga og var áhrifaríkt vopn í stríðinu.

RPG (Rocket Propelled Grenade):

RPG er annað þekkt eldflaugaskotkerfi, þróað af Sovétríkjunum. Fyrsta RPG-vopnið, RPG-2, kom fram á sjónarsviðið í kring um 1954 og var einfalt í hönnun og notkun. Hins vegar varð RPG-7, sem kom fram á sjónarsviðið 1958, það þekktasta og áhrifaríkasta.

RPG-7 er fræg fyrir einfaldleika sinn, áreiðanleika og mikinn eyðileggingarmátt. Það er handskotið vopn sem skýtur sprengju sem getur skotið í gegnum brynvarin ökutæki. RPG-7 hefur verið notað í mörgum stríðum úti um allan heim og er ennþá vinsælt vegna einfaldleika og hagkvæmni.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing