Nútíminn fjallaði á dögunum um geggjaða Facebook-síðu sem heitir, Føroysk memes. Þar má finna fyndin, færeysk meme. Nú hafa þeir sem standa fyrir síðunni sett saman meme sem lýsir Íslendingum í fjórum myndum. Færeyingar eru þó kurteist fólk og taka það sérstaklega fram að þeir elski Íslendinga.
Sjá einnig: Átta færeysk meme sem við skiljum ekki en eru drepfyndin: „Tagga ein vin sum dámar væl stórar melónir“
Hugtakið meme er notað yfir mynd sem nær mikilli útbreiðslu á internetinu á skömmum tíma og grínið er oft á kostnað þess sem er á myndinni.
Hvort myndin lýsi okkur Íslendingum vel skal ósagt látið en gaman er að sjá hvernig frændur okkar Færeyingar sjá okkur.
Posted by Føroysk memes on Fimmtudagur, 14. september 2017