Auglýsing

Færsla Einars Bárðar fjallaði um forstjóra Orkuveitunnar og framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar

Forstjórinn sem Einar Bárðarson talaði um í færslu sem vakti mikla athygli á Facebook í gær er Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar. Framkvæmdastjórinn sem Einar talaði um í sömu færslu er Bjarni Már Júlíusson, sem var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar í dag vegna óviðeigandi hegðunar í garð starfsfólks.

Einar hóf færslu sína í gær á því að spyrja hvort Metoo-byltingin hafi ekki örugglega átt sér stað á Íslandi í vetur. „Hitti merkilegan mann í dag, eða öllu heldur ómerkilegan mann,“ sagði hann.

„Hann er forstjóri í stórfyrirtæki með framkvæmdastjóra sem stýrir fjölda eininga fyrir hann. Hann sýndi mér fram á að honum fyndist í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kven-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“

Einar segir að forstjóranum hafi fundist í lagi að reka eina þessara kvenna, sem hefur ítrekað gert athugasemdir við þessa framkomu hans við starfsmannastjóra Orkuveitunnar.

Færsluna má sjá hér fyrir neðan

Var ekki örugglega Me Too bylting hérna í vetur ?Hitti merkilegan mann í dag, eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann…

Posted by Einar Bardarson on Miðvikudagur, 12. september 2018

Forstjórinn Bjarni Bjarnason segist í samtali við Vísi hafa átt fund með Einari í kjölfar starfsloka eiginkonu Einars hjá Orku náttúrunnar.

Hann segir á Vísi upplifun sína af fundinum ekki þá sömu og Einars. Hann segist hafa tekið það skýrt fram að lýsingar Einars á hegðun Bjarna Más sé í bága við stefnu Orkuveitunnar og segist hafa sagt Einari að hann líti málið alvarlegum augum.

Á Vísi kemur fram að Bjarni Bjarnason, sem er stjórnarformaður Orku náttúrunnar, hafi átt fund með stjórninni síðdegis í gær og að ákvörðunin um að segja framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar upp hafi verið tekin áður en Einar birti færslu sína á Facebook.

Loks segist Bjarni á Vísi fyrst hafa frétt af óviðeigandi hegðun framkvæmdastjórans á þriðjudag.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing