Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, tekur sér á næstunni hlé frá þingstörfum vegna þunglyndis. Hann greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld.
Hann segir að sjúkdómurinn hafi sótt á sig aftur og því sé aðeins eitt að gera, að leita sér hjálpar.
Hér má sjá færslu Gunnars Hrafns sem hefur vakið mikla athygli
Færslan hefur vakið gríðarleg viðbrögð og skrifaði Gunnar Hrafn aftur á Facebook-síðu sína seinna í kvöld.
Sagði hann að það væru greinilega margir í sömu sporum og hann. Sagðist hann sem þingmaður ætla að reyna að sjá til að geðheilbrigðisþjónusta verði efld svo um munar.
„Þið afsakið en ég næ ekki að svara nærri því öllum jafn óðum, þetta vakti miklu meiri viðbrögð en ég bjóst við. Heyri í ykkur öllum og læka ykkur öll þegar tími gefst! Það eru greinilega margir í sömu sporum og gangi ykkur öllum sem best, sem þingmaður skal ég reyna að sjá til þess að efla geðheilbrigðisþjónustuna svo um munar,“ skrifaði Gunnar Hrafn.