Áttatíu milljóna króna gat er í rekstri Fangelsismálastofnunar og niðurskurður yfirvofandi. RÚV greinir frá þessu og segir að allir starfsmenn hafi verið boðaðir til fundar í dag. Þar á að ræða mögulegar aðgerðir stofnunarinnar í niðurskurði.
Þetta staðfestir Birgir Jónasson fangelsismálastjóri í samtali við fréttastofu.
„Við náum ekki saman rekstraráætlun og þurfum að ráðast í hagræðingaraðgerðir,“ segir hann í samtali við RÚV.
Stofnunin hafi glímt við rekstrarhalla um nokkurt skeið.
Boðað hefur verið til starfsmannafundar klukkan 15 í dag þar sem starfsfólk verður upplýst um fyrirhugaðan niðurskurð. Birgir segir ekki rétt að tjá sig um aðgerðirnar fyrr en að fundi loknum.