Auglýsing

Fannar féll út um glugga á Kalda bar og fékk gat á hausinn, vinirnir héldu að hann væri að grínast

Fjölmiðlamaðurinn Fannar Sveinsson datt út um glugga á Kalda bar á fimmtudagskvöld með þeim afleiðingum að hann fékk gat á hausinn. Flytja þurfti Fannar á spítala með sjúkrabíl og sauma nokkur spor í höfuð hans. Þetta kemur fram í Fréttatímanum.

Fannar féll rúmlega einn og hálfan metra á borð. Tvær stúlkur sátu við borðið og hringdi önnur þeirra á sjúkrabíl. Í samtali við Fréttatímann segist Fannar  hafa verið á árlegri „bjórgöngu“ með félögum sínum. „Við heimsækjum tíu bari og fáum okkur einn bjór hverjum bar,“ segir hann.

Snemma á göngunni setjumst við inn á Kalda bar. Ég sest á bekk inni á staðnum sem er einskonar karmur við glugga á staðnum. Næst þegar ég veit af mér er ég bara kominn út á jörðina fyrir neðan.

Í Fréttatímanum kemur fram að vinir Fannars hafi haldið að hann væri að grínast en það væri ekki í fyrsta skipti sem hann gabbar vini sína. „Þetta er svolítill „Úlfur úlfur“. Þeir áttuðu sig fyrst á að um alvöru væri að ræða þegar ég var vaknaður úr rotinu, helgrænn í framan,“ segir Fannar í Fréttatímanum.

„Þeir héldu ég hefði hent mér út um gluggann og jafnvel fengið þessar tvær stelpur með mér í grínið.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing