Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir öðrum skipverjanum sem grunaður er í máli Birnu Brjánsdóttur. Þetta kemur fram á Vísi. Gæsluvarðhaldið yfir mönnunum tveimur rennur út í dag en þeir hafa verið í eingangrun í fjórtán daga.
Vísir hefur eftir Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni sem stýrir rannsókn málsins, að hinum skipverjanum verði sleppt í dag. Einnig kemur fram að hann hafi þó enn réttarstöðu grunaðs manns í málinu en að lögreglan telji ekki þörf á að hafa hann lengur í gæsluvarðhaldi.
Á vef DV kemur fram að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir Thomas Frederik Møller Olsen og Nikolaj Olsen verði sleppt í dag.cThomas er sá sem sést aka út af hafnarsvæðinu klukkan sjö, morguninn sem Birna hvarf. Lögreglu hefur ekki tekist að rekja ferðir bílsins frá þeim tíma og til klukkan 11.