Auglýsing

Farþegar WOW air vöknuðu óvænt á Írlandi

Farþegar í flugi WOW air frá Barcelona til Keflavíkur í nótt þurftu að sætta sig við það að lenda í Shannon í Írlandi en ekki í Keflavík. Vísir.is greindi fyrst frá málinu en farþegar eru nú staddir á hóteli í Írlandi og áætlað flug til Íslands er klukkan 17:30 á staðartíma.

Samkvæmt flugstjóra vélarinnar var of mikil þoka í Keflavík til þess að lenda en það virtist þó ekki stöðva aðrar flugvélar í nótt.

Svandís Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi WOW, segir í tölvupósti til Vísis að það hafi verið ákvörðun flugstjórans að lenda ekki í Keflavík vegna þoku. Það hafi verið gert til þess að tryggja öryggi farþega sem er alltaf í fyrirrúmi.

Farþegum var komið á Hótel eftir þriggja tíma bið í vélinni og nú er beðið eftir því að áhöfnin klári lögbundinn hvíldartíma sinn.

Sam­kvæmt lend­ingaráætl­un á vef Isa­via er áætlað að flug WOW air frá Shannon á Írlandi lendi klukk­an 18:40 á Íslandi í kvöld.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing