Farþegar í flugi WOW air frá Barcelona til Keflavíkur í nótt þurftu að sætta sig við það að lenda í Shannon í Írlandi en ekki í Keflavík. Vísir.is greindi fyrst frá málinu en farþegar eru nú staddir á hóteli í Írlandi og áætlað flug til Íslands er klukkan 17:30 á staðartíma.
Samkvæmt flugstjóra vélarinnar var of mikil þoka í Keflavík til þess að lenda en það virtist þó ekki stöðva aðrar flugvélar í nótt.
Svandís Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi WOW, segir í tölvupósti til Vísis að það hafi verið ákvörðun flugstjórans að lenda ekki í Keflavík vegna þoku. Það hafi verið gert til þess að tryggja öryggi farþega sem er alltaf í fyrirrúmi.
Farþegum var komið á Hótel eftir þriggja tíma bið í vélinni og nú er beðið eftir því að áhöfnin klári lögbundinn hvíldartíma sinn.
Samkvæmt lendingaráætlun á vef Isavia er áætlað að flug WOW air frá Shannon á Írlandi lendi klukkan 18:40 á Íslandi í kvöld.
sofnaði í flugi til Íslands og vaknaði í Shannon, Írlandi. annars bara hress.
— Sunna Mjöll (@sunnamjoll) June 5, 2018
Just WOW. @wow_air, you’ve put us through a detour to Ireland at 2am because of fog. It’s been 4 hours. I called the hostel & shuttle I had booked. $100+ lost because of you. Fog has cleared up but now we’re deplaning. Will I make my 9pm connecting flight? WOW 155 @wowairsupport
— Adina Rose Levin (@adinaroselevin) June 5, 2018
Var í alvörunni þoka á Íslandi í gær eftir miðnætti og ekki hægt að lenda í KEF?
Kveðja, einn í fýlu fastur á Írlandi— unnsteinn (@unistefson) June 5, 2018