Farþegi réðist á vagnstjóra Strætó í morgun og lét höggin dynja á honum. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Í frétt RÚV kemur fram að vagnstjórinn hafi reynt að vísa farþegarnum út í Borgarnesi. Þá kemur fram að vagnstjórinn hafi verið með áverka á höndum eftir átökin og þurft aðhlynningu á slysadeild.
Fram kemur í fréttinni að farþeginn hafi greitt fyrir far frá Reykjavík í Borgarnes en vildi samt fara lengra. Hann réðist á vagnstjórann sem hafði gert honum ljóst að það væri ekki í boði.
Maðurinn var handtekinn og dvelur nú í fangaklefa í Borgarnesi. RÚV hefur eftir lögreglu að árásarmaðurinn hafi virst í annarlega ástandi.