Auglýsing

Fastur á flugvelli í Kuala Lumpur í marga mánuði

Hassan al-Kontar er sýrlenskur flóttamaður sem hefur verið fastur á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur í Malasíu frá því í byrjun mars. Hassa segist vera eftirlýstur í Sýrlandi vegna þess að hann neitaði að gegna herþjónustu og nú fær hann hvergi vegabréfsáritun. Þetta kemur fram í umfjöllun á vef BBC.

Hann má ekki vera í Malasíu og getur því ekki yfirgefið flugvöllinn og getur ekki heldur flogið burtu frá landinu vegna þess að hann er sýrlenskur flóttamaður.

Í umfjöllun BBC kemur fram að Hassan hafi búið og starfað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar stríðið braust út í Sýrlandi árið 2011. Þegar átti að framselja hann til Sýrlands mótmælti hann og krafðist þess að vera sendur hvert sem er annað. Hann var sendur til Malasíu og hefur síðan þá reynt að komast til landa sem veita Sýrlendingum vegabréfsáritun, það hefur ekki tekist og nú er hann uppiskroppa með fé og fastur á flugvellinum.

Hassan fær þrjár máltíðir á dag í boði Air Asia og notar samfélagsmiðla sem tengingu við umheiminn. Hann notar samfélagsmiðlana til þess að segja sögu sína og berjast fyrir hæli.

Aðstæður Hassa minna óneitanlega á kvikmyndina The Terminal frá árinu 2004. Þar leikur Tom Hanks mann frá Austur-Evrópu sem kemst ekki inn í Bandaríkin en getur á sama tíma ekki snúið til heimalands síns vegna stríðs og þarf því að gista á flugvelli.

https://www.youtube.com/watch?v=iXwUpnyCFbU

Hassan vonast eftir því að fá hæli í Kanada og hefur sett af stað undirskriftarsöfnun til þess að ná því markmiði. Um 32 þúsund manns hafa skrifað undir .

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing