Auglýsing

Fatlaðar fyrirsætur í nýjustu herferð Asos: „Þetta mjakast”

Vefverslunin Asos er oft brautryðjandi fyrir breytingar í tískuheiminum. Í vikunni birtust fyrstu myndirnar á síðu þeirra af fyrirsætum í hjólastól.

Fleiri fyrirsætur sem glíma við fötlun hafa í kjölfarið sýnt föt á vefversluninni. Fötin eru sérhönnuð fyrir fólk í hjólastól en allir geta notað þau. Til að mynda eru til sölu föt sem er sérstaklega þægilegt að sitja í.

Verslunin fékk Chloe Ball-Hopkins, sem hefur keppt fyrir Bretland á Ólympíuleikum fatlaðra til þess að sitja fyrir á myndum og einnig til þess að hanna samfesting sem er til sölu á síðunni.

Sjá einnig: Internetið missir sig úr gleði yfir því að ASOS fjarlægi ekki slitför af fyrirsætum í baðfötum

 

ASOS hefur áður vakið athygli fyrir baráttu sína gegn dýraníði í tískuheiminum og þá hefur fyrirtækið verið áberandi í umhverfismálum. Einnig hefur fyrirtækinu verið hrósað í gegnum tíðina fyrir að fagna fjölbreytileikanum og bjóða upp á föt fyrir fólk í öllum stærðum og gerðum.

Í nýjustu herferðinni eru ekki einungis fyrirsætur í hjólastól en þar má meðal annars sjá konur með stóma, sykursýki, húðsjúkdóma, downs-heilkenni og með hækjur .

Átakið hefur fengið góð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Inga Bjarnadóttir, ein fremsta baráttukona fatlaðra hér á landi, fagnaði átakinu á Twitter síðu sinni í gær. „Þetta mjakast,” skrifaði hún.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing