Auglýsing

„Fávitum eins og mér að kenna að svona rugludallar eru við völd“

„Það er fávitum eins og mér að kenna að svona rugludallar eru við völd á Íslandi í dag,“ segir útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Tilefnið er frétt Vísis um að formaður fjárlaganefndar vilji að ríkið selji Rás 2.

Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í gær. Samið var um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Fjárhagsstaða RÚV er erfið og félagið yfirskuldsett.

Í kjölfarið hefur Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar, boðað til fundar í fjárlaganefnd vegna skuldastöðu RÚV. Hún sagðist í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag vilja skoða hvort rétt væri að selja Rás 2:

Langbest væri ef hægt væri að selja Rás 2 og fá þá kannski eitthvað fé inn í ríkiskassann. Allt opið í því. Nú verðum við bara að skoða sviðið lárétt því að sísti kosturinn í þessu sambandi er að dæla meira ríkisfé inn í RÚV. Ekki það, frekar en aðrar stofnanir sem eru komnar fram úr eða eru að biðja um meira fjármagn.

Ólafur Páll segist hafa kosið Framsóknarflokkinn í Alþingiskosningunum í fyrra vegna loforða um leiðréttingar á húsnæðislánum.

„Þið megið öll gera grín að mér til æviloka,“ segir hann. „En ég trúði virkilega því sem formaðurinn og fyrrum samstarfsfélagi minn af RÚV sagði. Ég trúði því að þetta hókus pókus með lánin og hrægammasjóðina og það allt saman væri mögulegt. Ég, og allir hinir sem kusum Framsóknarflokkinn, gerðum okkur ekki grein fyrir því – að minnsta kosti ekki ég – að svona stórhættulegt fólk fylgdi með í dílnum. Fari ég og önnur fífl í rassgat!“

Ólafur lýkur færslunni á því að taka fram að hann sé „með fullri rænu“ og „ódrukkinn“.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing