Auglýsing

Fékk áfall þegar hann vissi af hverju Polar Nanoq var snúið við: „Ég grét og skalf“

Niels Jacob Heinesen, færeyskur skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq, segist hafa fengið áfall þegar hann fékk að vita af hverju skipinu var snúið við og siglt til Hafnarfjarðar eftir hvarf Birnu.

„Ég grét og skalf. Þetta var mjög óþægileg upplifun,“ sagði Heinesen í samtali við Færeyska ríkisútvarpið. DV greinir frá.

Hann hefur þekkt annan skipverjann sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í rúmlega fimm ár, þann sem sleppt var úr haldi í vikunni. Heinesen segir Grænlendinginn vel liðinn, hann hafi verið góði strákurinn á skipinu og alltaf til búinn að hjálpa öllum.

Heinesen segist viss um að ungi maðurinn hafi verið á röngum stað á röngum tíma.

Hann segir að kvöldið sem Polar Nanoq lagði frá Hafnarfjarðarhöfn, 14. janúar, hafi allt verið eins og venjulega. Skipverjar horfðu á bíómynd og fóru síðan að sofa.

Daginn eftir áttu þeir að snúa skipunu við vegna bilunar í dælu. Þegar sérsveitarmenn komu um borð í skipið var þeim aftur á móti sagt að það væri vegna bílsins sem einn skipverjanna hafði haft á leigu, rauðu Kia Rio bifreiðarinnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing