Tomas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður á 365, fjallaði um Evrópumótið í fótbolta og dvaldi í Frakklandi síðustu þrjár vikur og fylgdist með stórkostlegum árangri íslenska landsliðsins.
Eftir síðasta leik íslenska liðsins á mótinu gegn Frakklandi fékk Tómas treyju fyrirliðans Arons Einars að gjöf. Tómas hafði himin höndum tekið en rankaði skyndilega við sér án treyjunnar góðu.
„Ég var bara að taka viðtal við Eið Smára þegar starfsmaður tekur treyjuna af mér þar sem hann hélt að Aron Einar hefði gleymt henni,“ segir Tómas í samtali við Nútímann.
En það var svo enginn annar en Guðmundur Benediktsson sjálfur sem var réttur maður á réttum stað og bjargaði málunum. Hann gómaði starfsmanninn og endurheimti treyjuna og Tómasi, sem gat tekið gleði sína á ný.