Auglýsing

Fékk alla tuttugu kærastana sína til að gefa sér iPhone 7 en seldi þá síðan, notaði peninginn til að kaupa hús

Kona frá borginni Shenzhen í suðurhluta Kína bað hvern og einn af kærustum sínum, tuttugu talsins, að gefa sér iPhone7 sem kom nýlega á markað.

Þegar hún hafði fengið alla símana seldi hún þá á síðunni Hui Shou Bao og notaði peningana sem hún fékk í staðinn í innborgun fyrir íbúð.

BBC greinir frá þessu en saga konunnar hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum í Kína.

Boltinn fór að rúlla þegar blogg var birt á síðunni Tian Ya Yi Do undir dulnefninu Proud Qiaoba. Bloggið fjallaði um vinnufélaga henar, Xiaoli, konuna sem nefnd er hér að ofan. Proud Qiaoba segir að þegar Xiaoli sýndi vinum sínum húsið og sagði frá því hvernig henni tókst að verða sér út um peningana fyrir útborguninni hafi þeir orðið mjög hissa.

Xiaoli er ekki frá efnaðari fjölskyldu. Mamma hennar er heimavinnandi húsmóðir og pabbi hennar verkamaður.

BBC hafði samband við talsmann Hui Shou Bou og staðfesti hann að fyrirtækið hefði keypt 20 iPhone7 af kvenkyns viðskiptavini í byrjun október og greitt sex þúsund kínversk jen, eða sem samsvarar tæplega hundrað þúsund íslenskum krónum, fyrir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing