Auglýsing

Félag um málefni kvenna með áfengis og fíknivanda efast um forvarnargildi hræðsluáróðurs

Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis og fíknivanda, hefur sent Barnaverndarstofu, Embætti landlæknis, borgarstjóra, menntamálaráðuneyti og Umboðsmanni barna erindi, vegna skipulagðra hópferða grunn- og framhaldsskóla á kvikmyndina Lof mér að falla. Í erindinu dregur félagið í efa að hræðsluáróður beri árangur sem forvörn gegn fíkniefnaneyslu. Það er Rúv sem greinir frá þessu.

Myndin hefur slegið í gegn hér á landi og fengið mikið lof. Þá hafa margir horft til þess að hún sé góð forvörn þó svo að það hafi ekki endilega verið markmið myndarinnar. Dæmi eru um að sveitarfélög bjóði nemendum grunnskóla á myndina, einmitt með það fyrir augum að hún hafi forvarnarlegt gildi.

Rúv.is greindi frá því um helgina að bæjarráð Árborgar hefði ákveðið að  bjóða nemendum í 9. og 10. bekk á myndina. Rótin dregur í efa að hræðsluáróður hafi mikið forvarnargildi og bendir á að forvarnir sem byggja á hræðsluáróðri virki ekki á ungt fólk. Þvert á móti geti hún haft öfug áhrif. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing