Auglýsing

Félagið Ísland-Palestína harmar sigur Ísraelsmanna: „Aldrei jafn margar skráningar um félagsaðild borist“

Félagið Ísland-Palestína hefur gefið út yfirlýsingu vegna sigurs Ísrael í Eurovision sem fram fór í Lissabon í gær. Í yfirlýsingunni harmar félagið að Evrópa skuli ekki hafa staðið með mannréttindum. Yfirlýsinguna í heild má sjá hér að neðan.

Sigurvegari keppninnar, hin ísraelska Netta Bazilai, sagði eftir sigurinn að næsta keppni yrði í Jerúsalem en keppnin var síðast haldin þar árið 1999.

Sagan sýnir að hernáminu og ofbeldinu linnir ekki nema með afdráttarlausri afstöðu alþjóðasamfélagsins gegn framferði sem þessu,“ segir í yfirlýsingunni.

Í yfirlýsingunni þakkar félagið fyrir þann gríðarlega stuðning sem málstaðnum hefur verið sýnt eftir úrslitin. „Sjaldan eða aldrei hafa jafn margar skráningar um félagsaðild borist á jafn skömmum tíma.“

Félagið Ísland Palestína harmar það að Evrópa skuli ekki hafa staðið með mannréttindum og valið að næsta Eurovision…

Posted by Félagið Ísland-Palestína on Laugardagur, 12. maí 2018

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing